

Í fjarlægum skugga
þú situr hjá mér
- og nóttin fer þung yfir hafið.
Tilveran læðist
svo tætandi og ber
- og nóttin fer þung yfir hafið.
Ég átti mér draum
sem var lífið með þér
- og nóttin fer þung yfir hafið.
Samt er það þó sorgin
sem spyr og sem er:
„Ertu fuglinn sem flaug yfir hafið?”
Mos. 2003
Birtist í ljóðabókinni Návígi 2003