

Í lyngmónum kúrir hér lóan mín,
hún liggur á eggjunum sínum.
-Nú fjölgar þeim,fuglunum mínum.-
Hve brjóstið er hreint og hver fjöður fín
og fegurð í vaxtarlínum!
Það fara ekki sögur af fólkinu því
en fegurð þó eykur það landinu í,
í landinu litla mínu.
Í hrjóstruga, litla landinu þínu og mínu.
hún liggur á eggjunum sínum.
-Nú fjölgar þeim,fuglunum mínum.-
Hve brjóstið er hreint og hver fjöður fín
og fegurð í vaxtarlínum!
Það fara ekki sögur af fólkinu því
en fegurð þó eykur það landinu í,
í landinu litla mínu.
Í hrjóstruga, litla landinu þínu og mínu.