Með þér
Það er,
eins og hvorki sé andartakið til,
né eilífiðin
þegar við erum saman
eins og hvorki sé vakan til
né svefninn
þegar við erum saman
eins og hvorki sé þögnin til
né orðin
þegar við erum saman
eins og aðeins við séum til.
Saman.
Birtist í ljóðabókinni Vídd 2004.