draumur
ég var hlaupandi á akri
með tveim svörtum hröfnum
sem reyndu að gera mér gys
flugu í hringi
plokkuðu í mig
ég datt
svo man ég ei meir

daginn eftir mig dreymdi
að í kistu ég væri
ég sá jarðarför
gestirnir fimm
aðeins mamma og afi
og systur mínar þrjár
enginn grét mig
ég dó fyrir smán.

kistan var brúnleit
með þrem gylltum krossum
sex svartar rósir láu við hlið mér
hvernig það varð það veit ég ei

en þá vaknaði ég
í svitakófi heljar
mér var heitt mig svimaði ótt
vissi ei hvað á mig stóð veðrið
þegar ég heyrði um lát þitt
þú varst fundinn um morguninn.

þú hafðir gefist upp á öllu
og ekki viljað lifa
en fannst líklega friðinn
ég vil samt fá að vita

af hverju?  
Erla Heiða Sverrisdóttir
1988 - ...


Ljóð eftir Erlu Heiðu Sverrisdóttur

Takk.
Þunglyndi
Raddir.
draumur