Vinur minn
Er ég sé tár falla niður vanga þinn
brest ég í grát,
Ég sé augu þín í flóðum,
ég veit að þau, þerrast ekki brátt.

Er ég heyri kjökrin í þér,
kjökra ég sjálf,
Ég finn hjarta þitt í molum-
hvað hef ég gert?

Ég ætlaði bara að gera allt betur,
ég ætlaði ekki að leyfa þér að þjást lengur.
Ég vildi þér bara allt gott,
Þú veist að ég er alltaf vinur þinn

Þerraðu nú tárin-
vinur minn
Ég afber ekki lengur-
vinur minn
Að sjá þig svona leiðan-
vinur minn.
 
Kristjana Erla Björnsdóttir
1990 - ...
Samið um vin í neyð, ég reyndi að hjálpa en það gekk ekki


Ljóð eftir Kristjönu Erlu

Reiðin
Vinur minn
Eldurinn logar
Sjö skref í átt að himnaríki