Sjö skref í átt að himnaríki
Ég hélt að þú ætlaðir að fara,
pakka niður, hætta að svara
Þú sagðir ekki einu sinni bless,
hvorki við mig né vini þína,
Það var mér að kenna að þú fórst,
Mér að kenna að þú dóst
Ég horfði uppá besta vin minn deyja,
Bílinn keyrðir af einskærri reiði
Þú fórst hratt út af mér
þetta var mér að kenna,
Og er ég steig út, sá ég bílinn kremjast
Ég hljóp svo hratt, eins hratt og ég gat
Sjónin var varla fögur, mér leið ekkert vel
Svo leit ég upp, sá þig anda
Augnablikið fékk mig til að standa
Með einhverja von um þig á lífi
Hélt ég af stað til að losa þig út,
Ég man það svo greinilega,
Orðin voru forðaðu þér burt
En ég hélt áfram án þess að heyra
Án þess að sjá, án þess að taka eftir hvað státaði á
En mér tókst það, að bjarga þér út,
Hljóp svo aftur í bílinn,
tók lykillinn úr,
snéri mér við og sá eldinn krauma,
Fann þessa voða heita strauma,
Ég man svo greinilega að þú kallaðir til mín:
Komdu strax, eða að þú brennir inni.
Síðan heyrði ég stóran hvell,
heyrði brakið bresta,
Fann það falla ofan á mig,
Með lykilinn í hendi mér skreið ég út
heil á húfi, ágætlega heil.
Þá sá ég vin minn fella tárin,
og svo sá ég mig í flakinu bjarta
Logandi svo að ég byrjaði að gráta
Svo sá ég að ég hreyfðist,
það var verið að draga mig út
Opnuð var höndin,
Í henni var far,
Það var lykillinn
sem ég tók með mér
Það var lykillinn sem
bjargaði mér,
Það var lykillinn af himnaríki,
sem tók aðeins sjö skref.
Nú er ég geymd í hjarta þínu
heil á húfi,
með svart lyklafar í lófanum.
 
Kristjana Erla Björnsdóttir
1990 - ...
Endirinn er bestur :D


Ljóð eftir Kristjönu Erlu

Reiðin
Vinur minn
Eldurinn logar
Sjö skref í átt að himnaríki