Lífið
Einn daginn þá vaknar þú bara upp og langar kannski ekkert að lifa lengur. Þú ert orðinn þreyttur á lífinu og finnst það ekkert spennandi lengur.
Námið verður erfiðara og minni tími gefst fyrir félagslífið.
En kannski á það bara að vera þannig,
lífið er skemmtilegt um tíma en svo þá breytist það í einskonar þunglyndi.
Lífið er skrítið fyrirbæri, það lifa allir því á svo ólíkan hátt en samt finnum við alltaf einhverja hamingju.
Stundum þá er lífið skemmtilegt en stundum ekki.
Sumum ykkar finnst það ömurlegt að ég sé að vorkenna sjálfum mér yfir því að mér líður illa og að lífið sé ekkert spennandi lengur, en maður getur ekki gagnrýnt sársauka á þess að hafa upplifað hann fyrst.
Við lifum lífinu eins og okkur finnst besta að lifa því, og þannig lifum við í fjölbreyttum heimi með ólíku fólki.
En stundum þá fer ég að hugsa, hvað ef að allir lifðu eins?
Væri heimurinn eins góður eða vondur eins og hann er í dag.
Það sem ég er að reyna að koma á framfæri hérna er að allir eru ólíkir og allir hafa mismunandi vandamál.
En þess vegna er orðið lausn á vandamáli í orðabók okkar, því að allir geta orðið hamingjusamir, sama hverjir þeir eru eða hvar þeir eru.  
Aldís
1993 - ...
Bara lesið þetta


Ljóð eftir Aldísi

Jólin eru skemmtileg!
Eitthvað sem ég skálda
Lífið
Elsku besta mamma