

Sólin snertir sjóinn
og bráðnar í kyrrð hans.
Hún rennur út í ljósveg
í roðnuðu ljóstrafi.
Ljósvegurinn flýtur
á glampandi gárum.
Dimman sveimar yfir,
en friður ríkir.
Ljósvegurinn flöktir,
og tíminn nemur staðar.
Ég sé fyrir mér
svip himnaríkis.
Dagurinn er liðinn,
eilífðin er eftir.
og bráðnar í kyrrð hans.
Hún rennur út í ljósveg
í roðnuðu ljóstrafi.
Ljósvegurinn flýtur
á glampandi gárum.
Dimman sveimar yfir,
en friður ríkir.
Ljósvegurinn flöktir,
og tíminn nemur staðar.
Ég sé fyrir mér
svip himnaríkis.
Dagurinn er liðinn,
eilífðin er eftir.