Ásýnd
Ó þú fagra undrafljóð,
áttu hvergi heima?
Mér finnst þú svo sæt og góð
að ég vil þig gjarnan geyma.
Eftir láttu skin og skúr,
stíg í veröld mína.
Þar munu vernda vegg’ og múr
litla hendi þína.
Undurfagra röddin þín
rekur hug minn hljóða,
út úr þínum augum skín
fegurð allra fljóða.
Vertu vinan ætíð mín,
ekkert mun þvi aftra.
Dryn,
hjartað bjarta.
áttu hvergi heima?
Mér finnst þú svo sæt og góð
að ég vil þig gjarnan geyma.
Eftir láttu skin og skúr,
stíg í veröld mína.
Þar munu vernda vegg’ og múr
litla hendi þína.
Undurfagra röddin þín
rekur hug minn hljóða,
út úr þínum augum skín
fegurð allra fljóða.
Vertu vinan ætíð mín,
ekkert mun þvi aftra.
Dryn,
hjartað bjarta.