Þú og ég?
Mér líður ekki illa lengur
Því þú ert hér
Þú ert minn littli happafengur
Vilt þú byrja með mér?

Á milli okkar er sterkur strengur
Sem togar mig nær þér
Ég veit ekki hvernig þetta gengur
En vilt þú byrja með mér?

Í fari þínu eru mikil gæði
Það hver maður sér
Mér finnst þú vera algjört æði
Vilt þú byrja með mér?

Þú kannt svo vel að syngja
Og alltaf gaman að vera með þér
En þeirri staðreynd ég verð að kyngja
Að þú munt aldrei byrja með mér!
 
Heiðar Róbert
1987 - ...


Ljóð eftir Heiðar Róbert

Dreams
Þú og ég?
Regnbogi
Frelsi
Einmana