

Hvít fönn þekur jörð og bæ,
Krakkar ná sér í húfur.
Stormur kaldur við úfinn sæ,
Snær fýkur yfir þúfur.
Vetur gamli er kaldur karl,
Hin unga sól hverfur um tíma.
Ekki margt er vetrarins ofjarl,
Skepnur i kojum sínum híma.
Blóm vetrarins skríða um gler,
Litleysi veröldina skapar.
Mörgum hlakkar til þegar karlinn fer,
Á endanum er það hann sem tapar.
Krakkar ná sér í húfur.
Stormur kaldur við úfinn sæ,
Snær fýkur yfir þúfur.
Vetur gamli er kaldur karl,
Hin unga sól hverfur um tíma.
Ekki margt er vetrarins ofjarl,
Skepnur i kojum sínum híma.
Blóm vetrarins skríða um gler,
Litleysi veröldina skapar.
Mörgum hlakkar til þegar karlinn fer,
Á endanum er það hann sem tapar.