Draumur
Já!
Komdu með mér til paradísar, sagði ég
komdu með mér út í óvissuna
bara ég og þú
munum fara
tökum ekkert með okkur, nema ást okkar
og beljandi þrána fyrir endurfæðingunni
frelsið
sem við aldrei gleymum
Við munum finna okkur
saman
Þó sjónhverfingar lífsins beri fyrir
látum við eins og við sjáum ekki
þótt við gerum það.
Skál!
Hversdagsleikinn mun síðan taka til sín ó fundna liti
Vittu til elskan mín.
Fuglarnir tveir hvísluðu þeim orðum að mér
hvísluðu inn um herbergisgluggann
fögur orð þeirra vöktu mig
og ég rankaði við mér
þá með þig við hlið mér
með alveg órtúlegan hausverk eftir gærkveldið.  
Garún
1983 - ...


Ljóð eftir Garún

Ruggustóllinn
Án titils
Á byrjunarreitinn
Draumur
Án titils
Þríþætti stóllinn