Fuglarnir fyrir utan gluggann
Fuglarnir fyrir utan gluggan minn
safnast þar saman
í trénu
í hundraða tali

Tísta allir í kór
Tísta allir í einum kór
og hávaðinn er það mikill að fólk snýr höfði
en þetta er ekki slæmur hávaði
þvert á móti

Svo einhvern veginn eftir langt spjall
fljúga þeir allir af stað
í einu
Þagna allir og fljúga af stað
eins og
einhver hafi hleypt af byssu

Maður heyrir hvernig loftið gefur eftir
þegar hundruðir vængja lyfta sér

En hvernig fara þeir að þessu?
 
Helgi Rabn
1985 - ...
Skrifað eftir vistfræði hugmyndum úr Líf113 í MH.


Ljóð eftir Helga Rabn

Olga
Menu!
Móða
Curious
E-ð breytt
Bláir vettlingar!
Hvað vil ég gera?
Þrösturinn og fólkið.
Fuglarnir fyrir utan gluggann