Óður
Til eilífðar í augnbliki þínu
skal ég bera þig í hjarta mínu.
Hin stutta stund er líður svo hægt
er sólin svífur yfir
og storminum lægt.
Að finna þá þrá er umvefur mig
finn ég svo heitt hvað ég elska þig.
Ég þekki þá líðan að vera ein,
er þunginn á hjartanu hið beiska mein.
En get ei beðið að hitta þig aftur
því þú nærir mig, kossar þínir og kraftur.
skal ég bera þig í hjarta mínu.
Hin stutta stund er líður svo hægt
er sólin svífur yfir
og storminum lægt.
Að finna þá þrá er umvefur mig
finn ég svo heitt hvað ég elska þig.
Ég þekki þá líðan að vera ein,
er þunginn á hjartanu hið beiska mein.
En get ei beðið að hitta þig aftur
því þú nærir mig, kossar þínir og kraftur.