Upplýsingar um Reykjavík
i
Bergstaðarstrætið er lengsta gata á Íslandi,
þetta vita allir sem áhuga hafa á stórborgarmenningu.

ii
Þegar Bergstaðarstrætið var malbikað,
var fluttur inn sérstakur trukkur,
sem áður hafði verið notaður m.a.
við að reisa stíflurnar í stjórnartíð Rosvelts.

Þetta sagði mér maður sem vann að verkinu.

iii
Einu sinni kom upp sú hugmynd,
að setja upp hverfispöbb í Bergstaðastrætinu.
En karlmennirnir lögðust gegn því
konur tveggja þeirra voru eitt sinn drykkfeldar
og höfðu verið í ástandinu.  
Todd Richardsson
1962 - ...
Þetta ljóð er safn af rauverulegum staðreyndum sem maður sem heitir Birgir Hjörleifsson lét mér í té. Hann lést úr lungnakrabbameini 1976


Ljóð eftir Todd Richardsson

Upplýsingar um Reykjavík
Hvernig var helgin?
Land færitækjanna
Æskustöðvarnar
Því að öll erum við dýr...
Trúarjátning