Land færitækjanna
Mollan í Kaupmannahöfn er erfið
þegar maður þarf að burðast með
tvo krakka
-sem eru ágætir, þannig séð,
en þegar maður á þá sjálfur,
fylgja þeim allt of miklar skyldur.

Svo vilja þau vera svo sjálfstæð,
svo ég lét eftir
og leyfði þeim að fara
til lands færitækjanna
TÍVOLÍ.

Sjálfur tók ég leigubíl til lands
minna eigin færitækja,
míns eigin frelsis.

Mamma þeirra sagði áður en ég fór:
Passiði vel hvort upp á annað!

Svo það var ekki mér einum að kenna
hvernig fór.  
Todd Richardsson
1962 - ...
María! Ef þú lest þetta, þá vil ég bara biðjast afsökunar. Ég veit samt að strákarnir eiga aldrei eftir að gleyma þessari ferð! Og er það ekki fyrir öllu?


Ljóð eftir Todd Richardsson

Upplýsingar um Reykjavík
Hvernig var helgin?
Land færitækjanna
Æskustöðvarnar
Því að öll erum við dýr...
Trúarjátning