Stjakinn
Stjakinn á hillunni stendur
Strýkur raun svo blítt.
Hlýjar tómar hendur
Hendast um hárið sítt.

Varningur snertir varir,
Viljinn fýkur frá.
Samviskan núna starir,
Skínandi eigi að sjá.

Talar svo stjakinn tungum,
Trampar sálina á.
Lýgur upp úr sér lungum,
Labba ég á ská.

Stekk ég þá fram af svölum,
Svíf niður sem blóm.
Hvílíkt mikið af kvölum
Kveðja með þessum dóm.

Grind er ég nú grafinn,
Gömul, brotinn og ljót
Hlýjan er eigi hafinn,
Hefði eigi verið fljót.

Stjakinn á hillunni stendur
Strýkur raun svo blítt.
Gengur inn einn Gvendur,
Gerist allt upp á nýtt.
 
Óskar Kj
1989 - ...


Ljóð eftir Óskar Kj

Blóm Hreinnar Fegurðar
Járn Fuglinn
Kristján Stöðugtvatn Endurlífgaður
Lítið bros á litlum strák
Stjarnan hennar
Skógur Menntunar
Að ganga með þér
DásamlegHeit
Hlutir sem fólk getur ekki verið án
Fullkominn kúla
Pælingar
skilningsleysi
Mig langar að skrifa ljóð
Konungurinn
Kindin
Stjakinn
Kisu saga
Anna og Hreinn
Samvisku ást