Lamaður af ást
Ég fór út í búð
að kaupa rjóma
þar varst þú,
að afgreiða á kassanum í horninu
falleg, eins og rós í blóma
Mér finnst,
Í hvert sinn sem ég sé þig
Að ég sjái inn í paradís,
Inn í paradís, og þar ert þú
Dýrkuð af öllum hinum englunum
Meir en sjálfur Guð
Og ljósa hárið þitt minnti mig einna helst á tunglskin,
Tunglskin sem endurspeglast á kyrru vatni
Á niðdimmri, stjörnulausri nótt
Þú veist ekkert hver ég er,
Bara einhver lúðalegur gaur með gleraugu.
Ég vild’ég þyrði að tala við þig,
En ég er svo feiminn
Svo feiminn
Læt mér, því miður,
Nægja að dást að þér
Úr fjarlægð
Get ekki annað en látiðsjálfan mig þjást
Svo feiminn
Og auk þess lamaður af ást
að kaupa rjóma
þar varst þú,
að afgreiða á kassanum í horninu
falleg, eins og rós í blóma
Mér finnst,
Í hvert sinn sem ég sé þig
Að ég sjái inn í paradís,
Inn í paradís, og þar ert þú
Dýrkuð af öllum hinum englunum
Meir en sjálfur Guð
Og ljósa hárið þitt minnti mig einna helst á tunglskin,
Tunglskin sem endurspeglast á kyrru vatni
Á niðdimmri, stjörnulausri nótt
Þú veist ekkert hver ég er,
Bara einhver lúðalegur gaur með gleraugu.
Ég vild’ég þyrði að tala við þig,
En ég er svo feiminn
Svo feiminn
Læt mér, því miður,
Nægja að dást að þér
Úr fjarlægð
Get ekki annað en látiðsjálfan mig þjást
Svo feiminn
Og auk þess lamaður af ást