Afbrýðisemi
Hún étur mig að innan þessi óvelkomna tilfinning ég er berskjölduð og veikburða frammi fyrir þér ég get ekki lengur þóst vera einhver önnur einhver önnur en ég er ég hata mitt innra eðli hvernig ég er þegar hún hefur tekið sér bólfestu innan í mér eins og ótímabær þungun í landi þar sem fóstureyðingar eru bannaðar ég er stjórnlaus barnaleg asnaleg allt út af henni ég ræð ekkert við hana inn í mér er glundroði ég er glundroði hún er spilling og ég er spillt eins og George Bush á ekki skilið að vera forseti á ég þig ekki skilið.

 
Elísabet Dröfn
1982 - ...


Ljóð eftir Elísabetu Dröfn

Afbrýðisemi
Nóttin er að koma
Vegurinn
Takk