Vegurinn
Hvað er ég að gera hér
Ég finn aldrei réttu leiðina
réttu leiðina að veginum
að veginum til þín

Til hugsanna þinna og hugarheims

Ég stend hér á veginum
Já, ég fann hann
Hér er dimmt
þú mætir mér á miðri leið

En vísar mér veginn að annarri leið
að öðrum vegi
 
Elísabet Dröfn
1982 - ...


Ljóð eftir Elísabetu Dröfn

Afbrýðisemi
Nóttin er að koma
Vegurinn
Takk