Villidýr hugans
Af vörum þínum drjúpa orð
En augun segja hið gagstæða.
Þau eru gluggi að sál þinni
Þau sýna mér hvað býr þarna lengra inni
Segja mér hvað lifir þarna vanrækt og hungrað
Reikar um í dýpi huga þíns
Varirnar innsigla hið hungraða
Situr þar tjóðrað fyrir handan
En hungrið magnast
Svo sárt
Böndin halda ekki í lokin
Það brýtur sig laust
Fangar bráð sína
og leikur sér að henni
áður en..
það rífur hana í tvennt með hárbeittum veiðiklóm svo innviði, ásamt blóði lita umhverfið dreyrarautt.
Loks er það snarað um hálsinn á nýjan leik
Og tjóðrað fast.
En augun segja hið gagstæða.
Þau eru gluggi að sál þinni
Þau sýna mér hvað býr þarna lengra inni
Segja mér hvað lifir þarna vanrækt og hungrað
Reikar um í dýpi huga þíns
Varirnar innsigla hið hungraða
Situr þar tjóðrað fyrir handan
En hungrið magnast
Svo sárt
Böndin halda ekki í lokin
Það brýtur sig laust
Fangar bráð sína
og leikur sér að henni
áður en..
það rífur hana í tvennt með hárbeittum veiðiklóm svo innviði, ásamt blóði lita umhverfið dreyrarautt.
Loks er það snarað um hálsinn á nýjan leik
Og tjóðrað fast.