Loforð
Vinur sem lofar
og svíkur það í bráðlæti sínu
er ekki vinur
heldur kunningi
Vinur sem lofar
en lætur það leka
er ekki vinur
heldur vínflaska
Vinur sem lofar
og lætur aðra lofa
að þeir muni þegja
er opin bók
Vinur sem lofar
og innsiglar loforðið
Með lási yfir orðum þínum
Er aðeins sál þín
Eigi skal ég
loforð lofa
nema það sé aðeins
Mitt eigið
Þegar að þú
Loforð lofar
er það aðeins
Forvitnar vegna
Hví að lofa
þegar loforð
sem eru svikin
brjóta sálina
Loforð má þó lofa
fyrir þann
sem þú elskar
og elskar þig á móti
Því ástin
er það sem veldur því
að loforðin
skulu vera haldin
Þau loforð
sem ástin heldur
eru loforð
sem læst eru
Þau loforð
sem ástin heldur
eru loforð
sem eru aldrei svikin
Þau loforð
sem ástin heldur
eru loforð
sem aldrei leka
Þau loforð
sem ástin heldur
eru loforð
sem vara að eilífu
Eða þar til ástin dvínar.
og svíkur það í bráðlæti sínu
er ekki vinur
heldur kunningi
Vinur sem lofar
en lætur það leka
er ekki vinur
heldur vínflaska
Vinur sem lofar
og lætur aðra lofa
að þeir muni þegja
er opin bók
Vinur sem lofar
og innsiglar loforðið
Með lási yfir orðum þínum
Er aðeins sál þín
Eigi skal ég
loforð lofa
nema það sé aðeins
Mitt eigið
Þegar að þú
Loforð lofar
er það aðeins
Forvitnar vegna
Hví að lofa
þegar loforð
sem eru svikin
brjóta sálina
Loforð má þó lofa
fyrir þann
sem þú elskar
og elskar þig á móti
Því ástin
er það sem veldur því
að loforðin
skulu vera haldin
Þau loforð
sem ástin heldur
eru loforð
sem læst eru
Þau loforð
sem ástin heldur
eru loforð
sem eru aldrei svikin
Þau loforð
sem ástin heldur
eru loforð
sem aldrei leka
Þau loforð
sem ástin heldur
eru loforð
sem vara að eilífu
Eða þar til ástin dvínar.