för
Flís úr draumi draga
nóttin uppi daga
hegrans fjaðrir plaga
eg naga

höndum saman núa
böndum sundur snúa
sofi mín vofa
fari mín mara
barn til hálfs kara
um háls lá snara.

Var koss minn kaldur ?
strangan sá mig valdur
um ævi og aldur
þann galdur.

Sérðu ekki hvítan blett í hjarta mínu ?

 
tófa rófa
1983 - ...


Ljóð eftir tófu rófu

borgin
björkin
fyrir Flóru
för
vog
án titils