Afi
Elsku afi minn,
þú verður alltaf minn.
Ég elska þig svo heitt,
og mér þykir það svo leitt
að á meðan við í okkar rúmum kúrum
liggur þú fastur í snúrum.
Ég mun aldrei gleyma þér,
og mun ávallt vera hér.
Þú átt skilið að lifa
og láta hjarta þitt tifa.
En þegar þú vaknar,
þá á lyfjum slaknar.
Það mun glaðna hjarta mínu í
að sjá þig hressan á ný.
þú verður alltaf minn.
Ég elska þig svo heitt,
og mér þykir það svo leitt
að á meðan við í okkar rúmum kúrum
liggur þú fastur í snúrum.
Ég mun aldrei gleyma þér,
og mun ávallt vera hér.
Þú átt skilið að lifa
og láta hjarta þitt tifa.
En þegar þú vaknar,
þá á lyfjum slaknar.
Það mun glaðna hjarta mínu í
að sjá þig hressan á ný.
Þetta ljóð samdi ég stuttu eftir að afi minn veiktist.