Lífið.
Það er stundum eins og lífið snúist Gegn manni,
Allir falla frá í kringum mann
Sumir kenna Guði um,
Og hætta að trúa.

Þetta eru ekki auðveldir tímar,
Þetta er erfitt líf
Það er mjög sjaldan dans á rósum,
En maður gerir sitt besta til að þrauka.

Stundum fellur einhver nákominn frá,
Maður grætur úr sér augun
Alls ekki fréttirnar sem maður vildi fá
En svona er lífið, það eru allir á taugum!

Það kemur sá tími, sem allt er gott,
Þá er lífið dans á rósum
En skyndilega verður allt vont!
Og maður botnar ekki neitt í neinu.

Maður reynir að stoppa og staldra við,
Líta yfir lífið,
Sér ekki hvað maður hefur átt, fyrr en misst hefur
Og djúpt sár í hjartað það grefur.

Sjúkrabílar þjóta um,
Í stríðum straumum eftir götunum
Sama hugsunin kemur oft upp í kollinn;
Þekki ég þann sem liggur á börunum?

Neikvæðar fréttir um látið fólk,
Stanslaust í Mogganum birtast
Af hverju ekki að lífa móður jörð upp,
Og hjálpa þeim sem þurfa?

Fréttir af nauðgunum berast út um alla borg,
Greyið fórnalömbin
Þetta er ekki sanngjarnt, þetta er ekki gott,
Hjálpumst að við að binda enda á þessa hörmung!

Maður reynir að stoppa og staldra við,
Líta yfir lífið,
Sér ekki hvað maður hefur átt, fyrr en misst hefur
Og djúpt sár í hjartað það grefur.
 
IÝr.
1992 - ...


Ljóð eftir Ingibjörgu

Afi
Pabbi
Skólinn
Útlit
Fýlupúki
Ferming
Urr
Fönn
Hauslausa hænan
Stríð
Vinátta
Orð
Geit
For you.
Tyggjó.
Námið.
Spurnarfornöfn.
Hátta klukkan átta!
Sit og skrifa.
Gulli.
Why?
Á Betri Stað.
Dauði.
Þú
Þú sjálfur
Báturinn vaggar.
Bros.
Blómstrar.
Heaven.
Lífið.
-
Tár
Honey.
Ástin.
Haturinn.
Varla út sprungnir
Undir vendarans væng
Hjálpaðu mér upp.
Feel like I\'m drowning.
Báturinn vaggar 2
Minning mín um þig.
Haltu í vonina
Jilli, Fjilli
I try.
Litli ljúfur