Far
Ein í hugans garði,
þögn og nóttin dimm.
Læðist að mér óttinn
er legst mér þétt að kinn.
Því nú er tími til að kveðja
sálarinnar ólgu sjó.
Bið ég Guð minn kæran að seðja
og gefa mér frið og ró.
Í huga mér sveima andar,
því geri ég ekki skil,
hvernig far horfinnar handar
drepur mig hér um bil.
Því reika ég ekki lengur ein
í djúpi sálar minnar,
skelfur höndin, skinn og bein
af snertingu handar þinnar.
þögn og nóttin dimm.
Læðist að mér óttinn
er legst mér þétt að kinn.
Því nú er tími til að kveðja
sálarinnar ólgu sjó.
Bið ég Guð minn kæran að seðja
og gefa mér frið og ró.
Í huga mér sveima andar,
því geri ég ekki skil,
hvernig far horfinnar handar
drepur mig hér um bil.
Því reika ég ekki lengur ein
í djúpi sálar minnar,
skelfur höndin, skinn og bein
af snertingu handar þinnar.