Veislulok
Senn mun undan veislunni góðu fjara
samt verða allir í hana að fara
og svara: „Því þarf ég alltaf að spara?“
Þar er stöðugt skrafað og mikið drukkið
Svo margur fær í magann, eftir sukkið.
Þeir láta sér það í léttu rúmi liggja
en ekkert má á fagnaðinn skyggja
né heldur gestgjafann góða styggja.
Þegar verður þessa kveisu að sefa
því nú telst sælla, að þiggja en gefa.
Þó finnast þeir, sem alltaf eru að kvarta
og stritast við að brugga seiðinn svarta
til að hrekkja húsbóndans milda hjarta.
Er þeim þá oftast ráðið að flytjast annað
eftir að hafa þá áður, reynt og kannað.
En hvað gerist þegar teitinu ljúfa lýkur
er í flest skjól og skúta aftur fýkur
og eftir sitja nokkrar valdaklíkur?
Því er heim frá ballinu verður snúið,
verður veislan gleymd, enda búsið búið.
Hví þá, að vera með þetta leiðinda breim
þó að sökkva eigi til fjalla, verum tveim?
Þar verður náttúran vísast, „just the same“!
Jú, því þjóðin vill, fyrr en á bömmer fer
geta pantað sér, einn þrefaldan Álver!
Hermóður friðarspillir
samt verða allir í hana að fara
og svara: „Því þarf ég alltaf að spara?“
Þar er stöðugt skrafað og mikið drukkið
Svo margur fær í magann, eftir sukkið.
Þeir láta sér það í léttu rúmi liggja
en ekkert má á fagnaðinn skyggja
né heldur gestgjafann góða styggja.
Þegar verður þessa kveisu að sefa
því nú telst sælla, að þiggja en gefa.
Þó finnast þeir, sem alltaf eru að kvarta
og stritast við að brugga seiðinn svarta
til að hrekkja húsbóndans milda hjarta.
Er þeim þá oftast ráðið að flytjast annað
eftir að hafa þá áður, reynt og kannað.
En hvað gerist þegar teitinu ljúfa lýkur
er í flest skjól og skúta aftur fýkur
og eftir sitja nokkrar valdaklíkur?
Því er heim frá ballinu verður snúið,
verður veislan gleymd, enda búsið búið.
Hví þá, að vera með þetta leiðinda breim
þó að sökkva eigi til fjalla, verum tveim?
Þar verður náttúran vísast, „just the same“!
Jú, því þjóðin vill, fyrr en á bömmer fer
geta pantað sér, einn þrefaldan Álver!
Hermóður friðarspillir