Lofsöngur 2006
Lofsöngur 2006


Íslendingar eru skynsöm þjóð
þó nýta ei sín sóknarfæri,
og Héðinsgöng grafa,í góðæri
um landið allt: “So what” minn kæri?

Íslendingar eru hagsýn þjóð;
sem hleypa þeim haukum sjálfala
er hyggast reisa háskólaspítala
fyrir fé frá andsins símala.

Íslendingar eru göfug þjóð
sem gæta vill vel að aumum
(er kúra á votum kaunum)
með erlendum lýð á lúsar launum.

Íslendingar eru auðug þjóð
sem búa að miklu mannvali
er efnast svo að ei nái tali
en markið sitja að æðri staðli.

Íslendingar er kappsöm þjóð
sem vill ætið verða best
en fái hún af miklu mest
þá verður hún sjálfri sér verst.


Hermóður friðarspillir
 
Hermóður friðarspillir
1950 - ...


Ljóð eftir Hermóð

Veislulok
Lofsöngur 2006
Karlremba
Lífsbaráttan
Fullyrðing!