Fangi ástarinnar
úti er myrkur, allt er hljótt.
hjartað hamast títt og ótt.
huggun í mynd
er það synd
að óska þess að þú komir í nótt?
.
hugurinn reikar, heit er mín ást
af söknuði mínum þarf ég að þjást
líkaminn stinnur
ég vil þig Guðfinnur
afhverju þurftir þú að nást?

Sálin hungruð, bíð eftir þér
þú ert það sem ég óska mér
stroku á kinn
þú ert minn
hjartað geymir það sem augað ekki sér.  
Berglind
1986 - ...


Ljóð eftir Berglindi

Kjánaprik
Fangi ástarinnar
Blómstur deyr
Ásynd þín