Upprisa
snjórinn úti slettist niðrá götu
svarta kaffið rennur oní maga
reyndar var ég rétt í því að laga
raunamæddur hlusta ég á plötu

pabbi var að selja sína Lödu
sovéskan bíl en það er önnur saga
ég fer að sofa svei mér alla daga
svefnguðinn færir mér þorláksmessuskötu

draumurinn er að drífa sig af stað
ég dottandi reyni\' að koma mér á fætur
til vökunnar ég vakna ekki strax

ráðið er að bregða sér í bað
bardaginn hefst og slenið undan lætur
síðan er að setja gel í fax
 
Huxi
1964 - ...


Ljóð eftir Huxa

senn kemur vorið yfir sæinn
andvarp
Suðurfararvísa
Sevilla
#!%$\\&#3\"!=/
Upprisa