Fjögur líf á svipstundu
Eins og rautt pennastrik
í gegnum rigninguna
þýtur bremsuljós
og þreytt augu sem ég sé
þar ég lít út um gluggann minn.

Ég ek niður veginn
alltaf að flýta mér
tíminn er leiðindauppfinning
kannski eins og kjarnorkubomban
ég lít upp
og flugfákur eins og farfuglarnir
flýr til betri staða.

Ég horfi niður á jörðina
dúkkuhús pleymókallar, matchboxbílar
þessi heimur virðist svo gervilegur
séð úr setustofu sjálfs guðs
og ætli þessi gangandi stúlka
búi í dúkkuhúsi?

Ég geng og hælar smella í stéttinni
vindurinn fléttar vorið í lokka mína
fugl sönglar, dirrindí, fögnum því!
Ungur maður horfir út um glugga
og sér mig
og ég hann
og við inn í hvort annað.  
Gísli Friðrik Ágústsson
1976 - ...


Ljóð eftir Gísla Friðrik Ágústsson (gillimann@gmail.com)

Veðurfréttir
Ferðin heim
Flug í draumi
Reykjavík á rauðum morgni
Dánarfréttir og jarðarfarir
Sólarupprás kl rúmlega níu
Of kalt fyrir skrúðgöngu
Ástin er ekki til
Sílíkon
Einkaskilaboð frá Guði
Líf
Tímaflakkarinn
Föðurbetrungur
Kárahnjúkar: náttúrustemma
Fjögur líf á svipstundu
Áhrínsorð móður
Vandræðaleg augnablik.
Regndropar.
Dauðsfall á lagernum
Salt