Skilnaður
Vegna fjölda ásakana
hef ég hugleitt að skilja við mig
og fá mér nýja.
Mér er sagt að í \"Góðum stelpum\"
Geti ég fengið popplínkápu
og skó í stíl.
Fyrir þetta geti ég greitt
með persónu minni.
Innifalið í kaupunu er
einnota persónuleiki við allra hæfi.  
Ferskjublóm


Ljóð eftir Ferskjublóm

Skilnaður
Bónorð
pick up