Bónorð
Má ég vera regnið sem þú þarfnast til að blómstra?
Má ég vera Sú sem að minnir þig á þig?
Má ég vera aldan sem mjúklega þér vaggar
og bátur þinn er öldurót lífsins tekur við?
Má ég vera stormurinn sem feykir burt og hreinsar
hindranir sem aðrir vilja leggja í þinn veg?
Má ég vera eldurinn sem í hjarta þínu logar?
Má ég vera koddi þinn, ábreiða og beð?
Má ég vera konan sem þú þráir, elskar, saknar?
Má ég vera draumar þínir, gleði þín og þrár?
Má ég vera sólin sem þér yljar,gleður,fagnar?
Má ég vera, má ég vera, elsku segðu já.  
Ferskjublóm


Ljóð eftir Ferskjublóm

Skilnaður
Bónorð
pick up