Friðarsinnin, hin valdagráðuga og sú sem ver landsvæði sitt.
Ég er tveir persónuleikar
Sem bíða eftir að mæta hvor öðrum
Þegar dagurinn rennur upp
mun ég sitja klofvega á hesti mínum andspænis sjálfri mér
með sverð hugar míns slíðrað við síðuna
Tvær spegilmyndir
tilbúnar í baráttu
um yfirráðasvæði þessar sálar
Ég stend á hvorum helming
Hvorki með né á móti
Með Anti-War skiltið mitt í hendinni
Boðandi frið beggja aðila
Ég hef verið klofinn í þrjá hluta

Loftið lyktar af blóðugu
sári drauma minna
Ég ríð yfir völlinn með öskri og sé sjálfan mig nálgast óðfluga
Ég kalla á frið og græt
Þegar hlutar mínir mætast
Munu örlög mín ráðast
Stundinn nálgast
aðeins nokkrar sekúndur eftir
……………

 
Serin
1987 - ...


Ljóð eftir Serin

Hugsunnaleysi hins hugsandi manns
Rauðhetta, skógamaðurinn og herbegið sem snérist
Friðarsinnin, hin valdagráðuga og sú sem ver landsvæði sitt.