Minningar
Hvað var það sem gerðist
Hvað var það sem breyttist.
Var það eitthvað sem við gerðum.
eða var það kannski eitthvað sem við gerðum ekki?
Hvað er það sem getur freistað þin svo mikið
til að yfirgefa okkur.
Þetta var það sem við spurðum okkur alltaf að
en fengum aldrei svar.

Við leituðum að ástæðu um hvað hefði gerst.
Þú hafðir breyst svo mikið, við vorum hætt að þekkja þig.
Þú hættir að hringja
þú hættir að koma til okkar.
þú þekktir okkur ekki lengur.
Við sem vorum alltaf til staðar þegar þú þurftir okkur.
Við stóðum hjá þér í gegnum gott og illt
gegnum brosin og tárin

Ég vildi að Þú hefðir bara sagt mér frá þessu.
Ég hefði kannski getað hjálpað þér eitthvað.
Það gat ekki verið svona slæmt
að Þú þyrftir að hanga fyrir það.
Það er engin sæmd í því

Ég man það ennþá þegar við vorum lítil að leika okkur úti.
Það var svo gaman þú varst svo full af lífi, að ég
skil ekki hvernig það gat horfið svo fljótt.
Það var eins og að lífið hefði verið sogið úr þér
og að djöfullinn hefði náð tökum á þér allri.
Ég vona að þú heyrir í mér þegar ég segi að ég elska þig
og mun alltaf sakna þín og við gerum það öll..............  
Steinar Örn Steinarsson
1982 - ...


Ljóð eftir Steinar Örn Steinarsson

Minningar
Tíminn
Vitleysa
Vonleysið
Tilveran
Tikk-Takk
Þú
Hverf
Tárin
Ljósið í myrkrinu
Lífið....
Ef ég hefði bara hugsað...
Fyrirboði
Rósin