

Líf með þér
er hræðileg pína
því ég enda særð - einsog vængbrotinn fugl
aftur og aftur og aftur og aftur -
Líf með þér
er dans á rósum
fagurt - en óendanlega sársaukafullt
þegar þyrnarnir stingast í iljarnar -
Líf með þér
er andartakshamingja
en svo þverhnípi sem ég fell fram af
og lendi á grýttum steinum -
Líf með þér
er það sem ég þrái stöðugt
en hef ýtt jafnoft frá mér -
Líf með þér
er sársaukafullur andskoti
en lífið án þín
er ekki neitt.
er hræðileg pína
því ég enda særð - einsog vængbrotinn fugl
aftur og aftur og aftur og aftur -
Líf með þér
er dans á rósum
fagurt - en óendanlega sársaukafullt
þegar þyrnarnir stingast í iljarnar -
Líf með þér
er andartakshamingja
en svo þverhnípi sem ég fell fram af
og lendi á grýttum steinum -
Líf með þér
er það sem ég þrái stöðugt
en hef ýtt jafnoft frá mér -
Líf með þér
er sársaukafullur andskoti
en lífið án þín
er ekki neitt.