Vítahringur
Líf með þér
er hræðileg pína
því ég enda særð - einsog vængbrotinn fugl
aftur og aftur og aftur og aftur -

Líf með þér
er dans á rósum
fagurt - en óendanlega sársaukafullt
þegar þyrnarnir stingast í iljarnar -

Líf með þér
er andartakshamingja
en svo þverhnípi sem ég fell fram af
og lendi á grýttum steinum -

Líf með þér
er það sem ég þrái stöðugt
en hef ýtt jafnoft frá mér -

Líf með þér
er sársaukafullur andskoti
en lífið án þín
er ekki neitt.  
Gullbrá
1986 - ...


Ljóð eftir Gullbrá

Söknuður
hafið
Í búri
Brenna
Baiser volé
Brotabrot
Augun
Aftaka
Hvunndagshetjan
Vítahringur
Draumaprins
Lítið ljóð um líf eftir dauðann
Fullnæging
Í gullnum ljóma
Lífsblóm I
Ættjarðarljóð (náttúruprósi)