Veiðileysa
Í vöðlur fór og vestið fínt
ég vaskur ánna rölti.
Mikið gengið - meira rýnt,
maðkur á færi brölti.

Ég leit um kring og laxinn sá
nú læddist fjör um kroppinn.
Ég hélt ég loksins hefð´ann á,
en helvítið var sloppinn.

 
María Hrund Sigurjónsdóttir
1957 - ...


Ljóð eftir Maríu Hrund

Fyrsta ástin
Hvunndagurinn
Veiðileysa