Í gullnum ljóma
Bestu vinkonurnar áttust við á gangstéttinni
í gullnum ljóma

við skulum skrifa bók! sagði ein
já, sagði hin

Gullbrá
Ljómalind

önnur barðist í bökkum fyrir lífi sínu en húsfreyjan slátraði henni og át
hin var frúin í öllum fjósum landsins framanaf

báðar voru þær af góðu kyni

þau urðu nöfn þeirra
í gullnum ljóma
 
Gullbrá
1986 - ...


Ljóð eftir Gullbrá

Söknuður
hafið
Í búri
Brenna
Baiser volé
Brotabrot
Augun
Aftaka
Hvunndagshetjan
Vítahringur
Draumaprins
Lítið ljóð um líf eftir dauðann
Fullnæging
Í gullnum ljóma
Lífsblóm I
Ættjarðarljóð (náttúruprósi)