titanic II
erum við ekki að ganga of langt – postpost

er farið að styttast í framhaldið
þar sem leodicaprio snýr aftur
og vaknar upp í vesturheimi
kalinn og með koffortið á bakinu
skrönglast hann til sjávar
og fær miða á þriðja farrými
fyrir bæturnar
frá amerísku tryggingastofnuninni
hann hittir fyrir katewinslet
útgrátna og ómögulega
á leið til bretlands á ný
eftir fyrri lífsreynslu
það verða fagnaðarfundir
í nýju glæsifleyi skipafélagsins
og framhaldið þekkja allir
þó þeir hafi ekki séð forverann

eða fáum við forsöguna
þar sem leo elst upp
í bresku atvinnuleysi
ásamt félögum
af sömu stéttum
og dreymir um betra líf í vesturheimi
uns þeir leggja til hliðar
og neita sér
um skemmtan alþýðunnar
um stundarsakir
til þess eins
að upplifa ástina
í nokkra daga
áður en drottinn og dauðinn
skipta hópnum
á fyrsta og annað farrými
og lífs eða liðna  
Tóti gamli
1969 - ...


Ljóð eftir Tóta gamla

þögn
Hugleiðing um sjávarútveg
L-iglöp
án titils
afsprengi sms kynslóðarinnar
úr sandkassa minninganna
martröð skáldsins
martröð skáldsins II
greinignar
ónæmi
stúdent 18
gks 2365 4to
spegill samfélagsins (barnagæla)
ást
egg óttans
martröð skáldsins III
martröð skáldsins IV
kosningar
únglíngarnir í fjölmiðlaskóginum
titanic II
klám
sofía
í kjölfar kosninga
sumarið 1987
aldamótaljóð
vitaskuld
austurlenzk hvílubrögð
haustkvöld í borginni
endalok köngulóarmannsins
sjálfstætt fólk
bingó í tónabæ
rop...
þegar skáldinu leiðist
hugleiðing um nóbelsskáldið
skrifstofuævintýri
sjúkraflutningamennirnir
ellimerki esjunnar
smjaður
úr fylgsnum fortíðar I
úr fylgsnum fortíðar II
úr fylgsnum fortíðar III
úr fylgsnum fortíðar IV
gleðskapur mótmælendanna
gunnar og geiprædið
vögguljóð
spjöll veðurfræðinganna
ísland öðrum sorðið
augu þín
skóli lífsins
skáldið fer í frí
þenking