Yrði ég þá kannski allt of sein?
Ég hugsa um tímann og tímaleysi.
Stundum held ég að ég hafi tímann í höndum mér.
Stundum held ég að tímaleysi sé að hrjá mig.
Ég efast um að ég gæti verið ánægð með lífið án tíma.
En oft tel ég tímann vera mér grár.
Ég hugsa of mikið um tíma, og hans mál.
Ég lifi samkvæmt tíma, og má ekki vera of sein
Stundum tel ég mig hafa unnið tímann og hafa grætt.
Að græða tíma er eins og að vinna í lottó.
Verst hvað vinningurinn endist samt stutt....
Ég lifi samkvæmt reglum og siðum fólks.
Ég reyni að fylgja því og drekka ekki að stút.
Borða ekki með höndunum, mæta ekki of seint....
Ég lifi á örlagatímum og hugsa um tíma og þjóð.
Ég fylgist með pólítík og geri markmið og lög.
Ég held stundum að lög séu mér hafin,
og að keyra yfir þau á örtíma sé í lagi.
Þá hugsaði ég nú rangt, og verð að fara til baka í tímann...
Oh ef ég gæti hætt að hugsa í smástund,
lifað í mínum eigin heimi, með eigin reglur og eigin tíma.
Væri lífið þá ekki gott..
Yrði ég þá kannski allt of sein?
Stundum held ég að ég hafi tímann í höndum mér.
Stundum held ég að tímaleysi sé að hrjá mig.
Ég efast um að ég gæti verið ánægð með lífið án tíma.
En oft tel ég tímann vera mér grár.
Ég hugsa of mikið um tíma, og hans mál.
Ég lifi samkvæmt tíma, og má ekki vera of sein
Stundum tel ég mig hafa unnið tímann og hafa grætt.
Að græða tíma er eins og að vinna í lottó.
Verst hvað vinningurinn endist samt stutt....
Ég lifi samkvæmt reglum og siðum fólks.
Ég reyni að fylgja því og drekka ekki að stút.
Borða ekki með höndunum, mæta ekki of seint....
Ég lifi á örlagatímum og hugsa um tíma og þjóð.
Ég fylgist með pólítík og geri markmið og lög.
Ég held stundum að lög séu mér hafin,
og að keyra yfir þau á örtíma sé í lagi.
Þá hugsaði ég nú rangt, og verð að fara til baka í tímann...
Oh ef ég gæti hætt að hugsa í smástund,
lifað í mínum eigin heimi, með eigin reglur og eigin tíma.
Væri lífið þá ekki gott..
Yrði ég þá kannski allt of sein?