Ástaratlot
Ég geng um götuna með hjartað mitt í fötu og leyfi fólki að skoða það, strjúka því. Sumir eignast meira að segja hlut í því... stundum taka stúlkur hjartað mitt upp úr fötunni, faðma það og kyssa blautum safaríkum kossum. Það ratar sem betur fer alltaf aftur til baka ofan í fötuna....nema.... um daginn þá var ég að ganga niður bankastrætið, það kemur stúlka á móti mér og án þess að spyrja tekur hún hjartað mitt og hleypur í burtu. En það er allt í lagi því að ég tók hjartað hennar úr fötunni sem hún var með. Ég vona samt að ég finni hana aftur þá getum við sett hjörtun í eina fötu. Sameginlega fötu og sett á hana lok lífsins.  
jog
1985 - ...


Ljóð eftir joginn

Drottningin ÁST
hjúskaparkvöl
Lok Lífsins
barátta um líf
HEILABROT
?selbdskemorð?
Hórkarl
Ást////Hatur
VIÐURKENNING
Ástaratlot
Ástin
Vináttan