Hann kemur
Þegar sólin sest bak við sæinn
Siglir skúta á eldrauðu hafi
Í grasinu droparnir glitra
Svo margir, og stjörnurnar líka
Morgunroði yfir fjöllin gægist
Hún kemur

Þegar amor sínum örvum skýtur
Sól, himinn og jörð titra
Örlögin fær enginn flúið
Ástina, kærleikann og lífið
Hann hittir
Hann hittir, aftur og aftur

Milli hans og hennar
Hafið sínar öldur sefar
Sólin geislar sinni fegurð
Með tærum daggardropum
Amor sínar örvar gefur
Hann kemur
 
Ragnhildur Einarsdóttir
1967 - ...


Ljóð eftir Ragnhildi

Svona er lífið
Lítill drengur
Fyrirgefning
Hann kemur
Töffarinn