Ljós var slökkt
Langt er nú liðið síðan ljós mitt skein,
lést þú mig falla eins og ógæfu stein.
Ekkert gat ég gert, þú vildir vera ein,
grét ég mikið en þú sefaðir mitt kvein.
Ég vissi það strax þegar ég þig sótti,
þú varst ekki eins, það lagðist að mér ótti.
Augun þín voru tóm, eitthvað hafði dáið,
efinn hafði klárað síðasta ástar stráið.
Ljós var slökkt.
Ljós var slökkt.
Ljós okkar var nú að eylífu slökkt.
Ekkert var eftir nema óttans ómur,
æpti mitt hjarta því kveðinn var upp dómur.
Sál mín var særð, ég sá ekkert meir,
svona hlítur það að vera þegar ástin deyr.
Hvað hafði gerst svo þú fórst að horfa annað,
hafði ég ekki ást mína fyrir þér löngu sannað?
Ég þráði þig þá og ég þrái þig enn,
en þegar ég sé þig þá ég að innan brenn.
Þú varst mín ást, því ég þig geymi.
mitt fegursta blóm í þessum heimi.
Ljós var slökkt.
Ljós var slökkt.
Ljós okkar var nú að eylífu slökkt.
Ekkert var eftir nema óttans ómur,
æpti mitt hjarta því kveðinn var upp dómur.
-Drengurinn 1999
lést þú mig falla eins og ógæfu stein.
Ekkert gat ég gert, þú vildir vera ein,
grét ég mikið en þú sefaðir mitt kvein.
Ég vissi það strax þegar ég þig sótti,
þú varst ekki eins, það lagðist að mér ótti.
Augun þín voru tóm, eitthvað hafði dáið,
efinn hafði klárað síðasta ástar stráið.
Ljós var slökkt.
Ljós var slökkt.
Ljós okkar var nú að eylífu slökkt.
Ekkert var eftir nema óttans ómur,
æpti mitt hjarta því kveðinn var upp dómur.
Sál mín var særð, ég sá ekkert meir,
svona hlítur það að vera þegar ástin deyr.
Hvað hafði gerst svo þú fórst að horfa annað,
hafði ég ekki ást mína fyrir þér löngu sannað?
Ég þráði þig þá og ég þrái þig enn,
en þegar ég sé þig þá ég að innan brenn.
Þú varst mín ást, því ég þig geymi.
mitt fegursta blóm í þessum heimi.
Ljós var slökkt.
Ljós var slökkt.
Ljós okkar var nú að eylífu slökkt.
Ekkert var eftir nema óttans ómur,
æpti mitt hjarta því kveðinn var upp dómur.
-Drengurinn 1999