Sól
Sérðu ekki sólina,
hún situr himni á.
Bíður þín þar brosandi
og birtu þér vill ljá.
Kveður þig með kossi
er kvöldið skyggir brá.
Felur sig í faðmi
foldarinnar þá.

Sólin er þér sælugjöf
ef sorg í brjósti býr.
Dylur allt með dýrð sinni
er dagur rennur nýr.
Viljastyrk hún veitir þér
og vonin aftur snýr.

Ef sorti yfir sálu er
þá svefninn læknar sár.
En sælust er sú sálarlíkn
er sólin þerrar tár.  
Litla Hrund
1985 - ...


Ljóð eftir Litlu Hrund

Nef líðan
Haustkvöld
Sól