Söknuður
Ég hef elskað þig alla tíð,
og ávallt eftir þér ég bíð.
En núna ertu farinn í friði og ró.
Af þessu lífi fékkstu alveg nóg.

Hvenær fæ ég nóg?
Mér er aldrei rótt.
Því að þú ert hér,
Svífur yfir mér
og ég sakna þín.

Að fela mína miklu ást.
Áfram ég held að af þér dást.
Hlusatðu á hjartað.
Hlustaðu, það okkur brást.

Ég á mér óskir.
Já óskir og drauma,
um að þú sért hér hjá mér.
En hvar er ástin?
Sem var ætluð mér.

Hugsunin er aðeins draumur.
Og það er að kvelja mig,
Svo komndu því aftur,
Því ég sakna þín.
Þú ert óskin min.

Í ljósi skugganns,
þar fel ég mig.
Ætli þar ég finni þig?
En röddin þín, hún lifir,
áfram í hjarta mínu.

Já lífið það er enginn leikur.
Og því fékkst þú leið á því.
núna ertu farinn í friði og ró,
en samt ég sakna þín...


 
Guðrún
1985 - ...


Ljóð eftir Guðrúnu

Söknuður
Heaven
Tímamót...