svör við spurningum Ara
Svör við spurningum Ara
Mamma af hverju er himinninn blár?
Ljósið sem berst til okkar frá himninum er upphaflega hvítt sólarljós sem hefur síðan dreifst frá sameindum lofthjúpsins. Bláa ljósið, sem er hluti hvíta ljóssins, dreifist miklu meira en annað og því er himinninn blár.
Sendir Guð okkur jólin?
Guð sendir okkur ekki jólin beint en til eru þeir sem halda því fram að Guð tengist jólunum á þann hátt að hann sé faðir Jesú Krists sem á að hafa fæðst á jólunum, en fæðing hans er einmitt ástæða hátíðarhaldanna um jólin hjá ákveðnum hópi trúarbragða. Ásatrúarmenn hins vegar halda upp á hækkandi sól á jólunum en ekki fæðingu Jesús Krists.
Hve gömul er sólin?
Sólin er núna um 4,5 milljarða ára gömul.
Pabbi, því hafa hundarnir hár?
Hundar hafa hár af sömu ástæðum og mennirnir en hár er myndað úr dauðum þekjufrumum. Sá endi hárs sem er inni í húðinni nefnist „rót“. Rótin er í hársekk inni í því lagi húðarinnar sem nefnist leðurhúð. Í hársekknum myndast nýjar þekjuvefsfrumur í sífellu. Þekjuvefsfrumurnar hyrnast svo og deyja og þrýstast út í ræmum sem við köllum „hár“. Þar sem nýjar frumur halda áfram að myndast í rótinni þrýstast gömlu, dauðu frumurnar áfram lengra og lengra út og hárið vex.
Hvar er sólin um nætur?
Sólin fer ekkert á nóttunni heldur snýst jörðin í kringum sólina og um leið í kringum sjálfa sig og því skín sólarljósið á mismunandi svæði jarðarinnar á mismunandi tímum, því er til dæmis hánótt á Íslandi á meðan það er dagur í Vladivostok.
Því er sykurinn sætur?
Svarið er að þetta felst í merkingu orðanna sem menn hafa valið að hafa um þessa hluti. Ef flett er upp á orðinu sætur í orðabók kemur fram að sætur merkir einfaldlega “með sykurbragði, með sykri í”. Orðið sætur er því einfaldlega orð sem mennirnir hafa kosið að nota til að nefna þennan eiginleika, því eitthvað verða hlutirnir að heita.
Afi, gegndu, hver skapaði Guð?
Þeir sem trúa ekki á Guð segja hann vera sköpun mannsins en guðfræðingar segja eðli Guðs vera það að hann hafi alltaf verið til og verði alltaf til, óbreyttur.
Hvar er heimsendir amma?
Heimsendir er ekki á ákveðnum stað heldur frekar á ákveðnum tíma, en hvenær er ekki vitað nákvæmlega. Þó segja stjörnufræðingar að eftir um 8 milljarða ára muni sólin gleypa jörðina en hvort maðurinn verður búinn að eyða henni sjálfur fyrir þann tíma leiðir tíminn einn í ljós.
Hvað er eilífðin mamma?
Eilífð er annað orð yfir óendanleika, endalausan tíma, eitthvað sem mun aldrei taka enda. Oft er þetta notað yfir dauða manns, hann er orðinn hluti af eilífðinni, mun ávallt vera dáinn. Oft notað til að lýsa einhverju sem tók langan tíma, “það tók heila eilífð að klífa fjallið.”
Pabbi, af hverju vex á þér skegg?
Skegg vex, eins og allir vita, yfirleitt einungis á karlmönnum en ekki konum. Ástæða þess er að skeggvöxtur verður fyrir tilstilli karlhormóna, sem konur hafa yfirleitt einungis í mjög litlum mæli. Við kynþroska pilta hækkar magn karlhormóna í líkama þeirra sem aftur veldur því að þeim fer að lokum að vaxa skegg. Karlhormónar setja líka af stað vöxt bringuhára hjá karlmönnum um svipað leyti. Karlhormónarnir virðast valda auknum hárvexti hjá körlum með því að lengja vaxtarskeið háranna. Ef konum vex skegg er það vegna óvenju mikils magns karlhormóna.
Því er afi svo feitur?
Það fer eftir ýmsu, afi þinn gæti verið svona feitur vegna þess að hann borðar of mikið af óhollu fæði án þess að stunda heilbrigðar hreyfingar. Hann gæti einnig verið svona feitur vegna þess að fjöldi fitufruma hefur verið mikill í æsku, það þýðir að erfiðara er fyrir hann að létta sig þar sem maðurinn situr uppi með þær fitufrumur sem safnast fyrir í líkamanum á barnsaldri. Hægt er að minnka frumurnar með líkamsrækt en ekki láta þær hverfa fyrir fullt og allt.
Því er eldurinn heitur?
Eldur kviknar þegar súrefni eða ildi kemst að eldfimu efni og hiti er nógu hár til að koma eldinum af stað. Þá losnar svokölluð efnaorka úr læðingi, sameindir efnisins fara að hreyfast með miklum hraða og sleppa sem gas frá efninu sem er að brenna. Þessi hreyfing sameindanna er einmitt til marks um það sem við köllum hita og vegna hans verður efnið glóandi og við tölum um eld.
Því eiga ekki hanarnir egg?
Vegna þess að hanar hafa ekki þau æxlunarfæri sem þarf til að verpa eggjum en þau hafa hænur. Hins vegar má segja að hani sem tekur þátt í æxlunarferli með hænu eigi jafn mikið í egginu og hænan.
Heimildir
Ari Ólafsson. 2000, 28. apríl „Af hverju er himinninn blár?“. Vísindavefurinn. Vefslóð: http://visindavefur.hi.is/?id=384.
Björgvins Gunnarsson. 2006, 8. nóvember. Munnleg heimild.
Date and Time Properties. Time Zone. „GMT +10:00. Vladivostok“ C:WINDOWSsystem32/mobsync
Eyja Margrét Brynjarsdóttir 2000, 22. desember. „Af hverju vex hárið?“. Vísindavefurinn. Vefslóð: http://visindavefur.hi.is/?id=1247
Heiða María Sigurðardóttir. 2006, 19. maí. „Af hverju vex skegg á fólki? Og hvernig virkar það?“. Vísindavefurinn. Vefslóð: http://visindavefur.hi.is/?id=5943
Ingibjörg Þorbergs, Stefán Jónsson. „Aravísur.“ Textasafnið. Vísna- og söngtextasafn Snerpu. Vefslóð: www.snerpa.is/textar/nr/206.phtml
Margrét Björk Sigurðardóttir. 2006, 6. október. „Hvað er sólin gömul?“. Vísindavefurinn. Vefslóð: http://visindavefur.hi.is/?id=6261
SIV og Þorsteinn Vilhjálmsson. 2000, 4. ágúst. „Hvers vegna er eldur heitur og ís kaldur?“. Vísindavefurinn. Vefslóð: http://visindavefur.hi.is/?id=726.
Þorsteinn Vilhjálmsson. 2003, 19. júní. „Af hverju er vatn blautt?“. Vísindavefurinn. Vefslóð: http://visindavefur.hi.is/?id=3513.
Þuríður Þorbjarnardóttir. 2004, 22. mars. „Myndast nýjar fitufrumur þegar við fitnum?“. Vísindavefurinn. Vefslóð: http://visindavefur.hi.is/?id=4080.
Mamma af hverju er himinninn blár?
Ljósið sem berst til okkar frá himninum er upphaflega hvítt sólarljós sem hefur síðan dreifst frá sameindum lofthjúpsins. Bláa ljósið, sem er hluti hvíta ljóssins, dreifist miklu meira en annað og því er himinninn blár.
Sendir Guð okkur jólin?
Guð sendir okkur ekki jólin beint en til eru þeir sem halda því fram að Guð tengist jólunum á þann hátt að hann sé faðir Jesú Krists sem á að hafa fæðst á jólunum, en fæðing hans er einmitt ástæða hátíðarhaldanna um jólin hjá ákveðnum hópi trúarbragða. Ásatrúarmenn hins vegar halda upp á hækkandi sól á jólunum en ekki fæðingu Jesús Krists.
Hve gömul er sólin?
Sólin er núna um 4,5 milljarða ára gömul.
Pabbi, því hafa hundarnir hár?
Hundar hafa hár af sömu ástæðum og mennirnir en hár er myndað úr dauðum þekjufrumum. Sá endi hárs sem er inni í húðinni nefnist „rót“. Rótin er í hársekk inni í því lagi húðarinnar sem nefnist leðurhúð. Í hársekknum myndast nýjar þekjuvefsfrumur í sífellu. Þekjuvefsfrumurnar hyrnast svo og deyja og þrýstast út í ræmum sem við köllum „hár“. Þar sem nýjar frumur halda áfram að myndast í rótinni þrýstast gömlu, dauðu frumurnar áfram lengra og lengra út og hárið vex.
Hvar er sólin um nætur?
Sólin fer ekkert á nóttunni heldur snýst jörðin í kringum sólina og um leið í kringum sjálfa sig og því skín sólarljósið á mismunandi svæði jarðarinnar á mismunandi tímum, því er til dæmis hánótt á Íslandi á meðan það er dagur í Vladivostok.
Því er sykurinn sætur?
Svarið er að þetta felst í merkingu orðanna sem menn hafa valið að hafa um þessa hluti. Ef flett er upp á orðinu sætur í orðabók kemur fram að sætur merkir einfaldlega “með sykurbragði, með sykri í”. Orðið sætur er því einfaldlega orð sem mennirnir hafa kosið að nota til að nefna þennan eiginleika, því eitthvað verða hlutirnir að heita.
Afi, gegndu, hver skapaði Guð?
Þeir sem trúa ekki á Guð segja hann vera sköpun mannsins en guðfræðingar segja eðli Guðs vera það að hann hafi alltaf verið til og verði alltaf til, óbreyttur.
Hvar er heimsendir amma?
Heimsendir er ekki á ákveðnum stað heldur frekar á ákveðnum tíma, en hvenær er ekki vitað nákvæmlega. Þó segja stjörnufræðingar að eftir um 8 milljarða ára muni sólin gleypa jörðina en hvort maðurinn verður búinn að eyða henni sjálfur fyrir þann tíma leiðir tíminn einn í ljós.
Hvað er eilífðin mamma?
Eilífð er annað orð yfir óendanleika, endalausan tíma, eitthvað sem mun aldrei taka enda. Oft er þetta notað yfir dauða manns, hann er orðinn hluti af eilífðinni, mun ávallt vera dáinn. Oft notað til að lýsa einhverju sem tók langan tíma, “það tók heila eilífð að klífa fjallið.”
Pabbi, af hverju vex á þér skegg?
Skegg vex, eins og allir vita, yfirleitt einungis á karlmönnum en ekki konum. Ástæða þess er að skeggvöxtur verður fyrir tilstilli karlhormóna, sem konur hafa yfirleitt einungis í mjög litlum mæli. Við kynþroska pilta hækkar magn karlhormóna í líkama þeirra sem aftur veldur því að þeim fer að lokum að vaxa skegg. Karlhormónar setja líka af stað vöxt bringuhára hjá karlmönnum um svipað leyti. Karlhormónarnir virðast valda auknum hárvexti hjá körlum með því að lengja vaxtarskeið háranna. Ef konum vex skegg er það vegna óvenju mikils magns karlhormóna.
Því er afi svo feitur?
Það fer eftir ýmsu, afi þinn gæti verið svona feitur vegna þess að hann borðar of mikið af óhollu fæði án þess að stunda heilbrigðar hreyfingar. Hann gæti einnig verið svona feitur vegna þess að fjöldi fitufruma hefur verið mikill í æsku, það þýðir að erfiðara er fyrir hann að létta sig þar sem maðurinn situr uppi með þær fitufrumur sem safnast fyrir í líkamanum á barnsaldri. Hægt er að minnka frumurnar með líkamsrækt en ekki láta þær hverfa fyrir fullt og allt.
Því er eldurinn heitur?
Eldur kviknar þegar súrefni eða ildi kemst að eldfimu efni og hiti er nógu hár til að koma eldinum af stað. Þá losnar svokölluð efnaorka úr læðingi, sameindir efnisins fara að hreyfast með miklum hraða og sleppa sem gas frá efninu sem er að brenna. Þessi hreyfing sameindanna er einmitt til marks um það sem við köllum hita og vegna hans verður efnið glóandi og við tölum um eld.
Því eiga ekki hanarnir egg?
Vegna þess að hanar hafa ekki þau æxlunarfæri sem þarf til að verpa eggjum en þau hafa hænur. Hins vegar má segja að hani sem tekur þátt í æxlunarferli með hænu eigi jafn mikið í egginu og hænan.
Heimildir
Ari Ólafsson. 2000, 28. apríl „Af hverju er himinninn blár?“. Vísindavefurinn. Vefslóð: http://visindavefur.hi.is/?id=384.
Björgvins Gunnarsson. 2006, 8. nóvember. Munnleg heimild.
Date and Time Properties. Time Zone. „GMT +10:00. Vladivostok“ C:WINDOWSsystem32/mobsync
Eyja Margrét Brynjarsdóttir 2000, 22. desember. „Af hverju vex hárið?“. Vísindavefurinn. Vefslóð: http://visindavefur.hi.is/?id=1247
Heiða María Sigurðardóttir. 2006, 19. maí. „Af hverju vex skegg á fólki? Og hvernig virkar það?“. Vísindavefurinn. Vefslóð: http://visindavefur.hi.is/?id=5943
Ingibjörg Þorbergs, Stefán Jónsson. „Aravísur.“ Textasafnið. Vísna- og söngtextasafn Snerpu. Vefslóð: www.snerpa.is/textar/nr/206.phtml
Margrét Björk Sigurðardóttir. 2006, 6. október. „Hvað er sólin gömul?“. Vísindavefurinn. Vefslóð: http://visindavefur.hi.is/?id=6261
SIV og Þorsteinn Vilhjálmsson. 2000, 4. ágúst. „Hvers vegna er eldur heitur og ís kaldur?“. Vísindavefurinn. Vefslóð: http://visindavefur.hi.is/?id=726.
Þorsteinn Vilhjálmsson. 2003, 19. júní. „Af hverju er vatn blautt?“. Vísindavefurinn. Vefslóð: http://visindavefur.hi.is/?id=3513.
Þuríður Þorbjarnardóttir. 2004, 22. mars. „Myndast nýjar fitufrumur þegar við fitnum?“. Vísindavefurinn. Vefslóð: http://visindavefur.hi.is/?id=4080.
kominn tími fyrir Ara litla að heyra sannleikann.