Nú er hún farin
Ég elska þig meira en þetta líf,
þú ert mér svo góð, þú er mín hlíf.
Því án þín get ég ekkert gert,
nema hugsað um þennan hjartaverk.

Þegar við erum saman líður mér eins,
að án þín sé ég ey góður til neins.
Ég gef þér mitt hjarta með von og trú,
því við eigum saman, ég og þú.

Við vorum oft saman og vorum svo góð,
það var eins og fallegt ástarljóð.
Því þú vildir ánægð vera mér hjá,
og þú varst sú eina sem ég vildi sjá.

Við fórum oft út að skemmta oss,
fyrir mér ertu gyðja, mitt eina hnoss.
Við dönsuðum fram á rauða nótt,
þetta gerður við saman títt og ótt.

Mín fallega stúlka ég elska þig,
meira en nokkur elskar sig.
Þú er mér mitt yndi, mitt lífsins blóm,
því án þín er ég sem eilífðar tóm.

Þegar þú fórst á brott þá var það sem
að líf mitt tæki enda, en nú ég kem.
Ég kem til þín og spyr þig nú,
viltu mig elska og vera mér trú?

En þú sást þér ófært að hugsa um það,
að ég væri sá rétti á þessum stað.
Og nú ertu farinn, ég stend eftir einn,
dyrnar þær lokast, og ég varð of seinn.

Svo hitti ég stúlku, eina stúlku kind,
hún var velvaxin, og fögur sem mynd.
Hún var við mig góð og gaf mér gaum,
en ég fann það strax, ég var fastur í taum.

Þessi taumur var þannig að enginn sá.
og ég fann það strax, ég varð þig að fá.
Því án þín er ég ekki neitt,
og þú ert sú eina sem því getur breytt.

En svo kom sá tími að þú fannst þér kall,
svo annan og annan, fyrir mig var það fall.
Ég féll niðr'á dimman og myrkan stað,
og þar sit ég fastur og slepp ei við það.  
Hrafn Gunnar
1988 - ...
Skrifaði þetta blessaða ljóð í nettu þunglyndiskasti inná Geðdeild hérna um árið, samt helv... flott.


Ljóð eftir Hrafn Gunnar

Nú er hún farin
Ég er bara maður
Hví?
Stelpan við barinn
Understanding