Foreldri
Pabbi minn og mamma,
þau miklu sæmdarhjón.
Oft hvort annað skamma
og öskra eins og ljón.

Samt ég veit og víst er
að væntumþykja er mikil.
Karlinn ólmast alsber (pabbi)
uppvafinn í hnikil.

 
Marta Einarsdóttir
1967 - ...
Fyrri partinn að seinni vísunni sendi ég pabba til að botna.


Ljóð eftir Mörtu Einarsdóttur

Álit
Foreldri
Ferðalangarnir
Afmælissöngur
Ofurklár