Fyrsti Snjórinn.
Þekur snjórinn skólabörn,
sárt nú frostið bítur.
Nú skaltu breyta sókn í vörn,
snjóboltum í þig skítur.
Dynur yfir dranga og fjöll,
dúndrandi heljar bilur.
Hressileg þó hlátrarsköll,
heyrast ef inni er ilur.
Fýkur yfir móa og mel,
myrkur kuldaboli.
Það er þó eitt sem ég tel,
þennan vetur ég þoli.
sárt nú frostið bítur.
Nú skaltu breyta sókn í vörn,
snjóboltum í þig skítur.
Dynur yfir dranga og fjöll,
dúndrandi heljar bilur.
Hressileg þó hlátrarsköll,
heyrast ef inni er ilur.
Fýkur yfir móa og mel,
myrkur kuldaboli.
Það er þó eitt sem ég tel,
þennan vetur ég þoli.