Ástarljóð til hins visna.
Lágreist orð hljómuðu um dalinn rauða,
seglið sem fokið er frá flakinu,
það líður út af með barninu rjóða,
dagurinn tekur hinn síðasta andardrátt.
Og með setningunni það hrynur niður á við;
"Þessi heimur geymir ei frið."
Frá barmi steypist fram af hæstu húsum,
lautin er á flótta undan traðkandi sporum.
Heimurinn er flúinn frá þér,
hann flaug yfir himininn.
seglið sem fokið er frá flakinu,
það líður út af með barninu rjóða,
dagurinn tekur hinn síðasta andardrátt.
Og með setningunni það hrynur niður á við;
"Þessi heimur geymir ei frið."
Frá barmi steypist fram af hæstu húsum,
lautin er á flótta undan traðkandi sporum.
Heimurinn er flúinn frá þér,
hann flaug yfir himininn.